Innlent

Þyrla sinnir eftirliti með helgarumferð

 Minni þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, mun aðstoða lögregluna í Reykjavík við umferðareftirlit um allt land um verslunarmannahelgina. Er þetta samstarfsverkefni Landhelgisgæslunnar, lögreglustjórans í Reykjavík og Ríkislögreglustjóra.

„Þyrlan mun fljúga um landið með tvo lögreglumenn innanborðs sem fylgjast munu með akstri á þjóðvegum landsins,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. „Þetta er virkt umferðareftirlit úr lofti. Ef lögreglumennirnir verða vitni að vítaverðum framúrakstri eða ­ofsa­­akstri einhvers konar, munu þeir hafa samband við næsta lögreglubíl sem hefur þá afskipti af viðkomandi ökumanni.“ Lögreglan í Reykjavík herti umferðareftirlit við helstu umferðar­æðarnar út úr borginni í gær.

Að sögn Guðbrands lá straumur ferðamanna um Vesturlandsveginn. Að hans sögn byrjaði umferðin úr höfuðborginni seinna en venjulega, enda hellirigndi á Reykjavíkursvæðinu í gærdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×