Ísland í dag - “Ég verð að hætta, þetta gengur ekki þetta listabull”

Í Ísland í dag kynnumst við Kolfinnu Nikulásdóttur sem hefur vakið nokkra athygli fyrir ögrandi og nýstárleg umfjöllunarefni á leikhúsfjölunum. Við heyrum allt um hennar sýn á leikhúsið en hún segist þungt hugsi yfir núverandi stöðu og hlutverki sviðslista í samfélaginu. Við skyggnumst á bak við tjöldin á Hamlet þar sem Kolfinna leikstýrir kærasta sínum í annað sinn en hún viðurkennir að spennustigið hafi verið hátt á heimilinu vikuna eftir frumsýningu.

483
17:40

Vinsælt í flokknum Ísland í dag